Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 11:56 Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í janúar. Vísir/Hulda Margrét Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38