Munu mögulega þurfa að leita til erlendra lögregluembætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2023 06:33 Lögregla hefur fjölgað mótorhjólum í sinni eigu til að geta fylgt leiðtogum á milli staða. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur sent kollegum sínum á Norðurlöndunum erindi þar sem þau eru látin vita af því að Íslendingar muni mögulega óska eftir aðstoð við löggæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í vor. Frá þessu greinir Morgunblaðið og segir að það yrði þá í fyrsta sinn sem lögregla óskar formlega eftir aðstoð í tengslum við fundargæslu. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins er von á 46 leiðtogum hingað til lands, sendinefndum og öryggisvörðum. Meðal þeirra sem hefur verið boðið er Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir verkefnið í senn spennandi og krefjandi. „Það er í gangi mikil undirbúningsvinna og hefur verið í talsverðan tíma. Og eitt af því sem við erum að leggja mat á er þörfin fyrir mannafla og þá hver getan er innanlands. En það er alls ekki útilokað að við þurfum að leita út fyrir landsteinana eftir fólki. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það. Embætti ríkislögreglustjóra hefur þó sent út viðvörun til Norðurlandanna og þau látin vita að hugsanlega verði óskað eftir aðstoð,“ segir Karl Steinar. Meðal verkefna lögreglu verður að fylgja leiðtogunum milli staða og að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar aðstoðarlögreglustjóra hefur verið fjölgað í mótorhjólaflota lögreglunnar í 22 hjól. Leiðtogafundurinn mun fara fram í Hörpu og munu gestir dvelja á hótelum í nágrenninu Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og segir að það yrði þá í fyrsta sinn sem lögregla óskar formlega eftir aðstoð í tengslum við fundargæslu. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins er von á 46 leiðtogum hingað til lands, sendinefndum og öryggisvörðum. Meðal þeirra sem hefur verið boðið er Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir verkefnið í senn spennandi og krefjandi. „Það er í gangi mikil undirbúningsvinna og hefur verið í talsverðan tíma. Og eitt af því sem við erum að leggja mat á er þörfin fyrir mannafla og þá hver getan er innanlands. En það er alls ekki útilokað að við þurfum að leita út fyrir landsteinana eftir fólki. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það. Embætti ríkislögreglustjóra hefur þó sent út viðvörun til Norðurlandanna og þau látin vita að hugsanlega verði óskað eftir aðstoð,“ segir Karl Steinar. Meðal verkefna lögreglu verður að fylgja leiðtogunum milli staða og að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar aðstoðarlögreglustjóra hefur verið fjölgað í mótorhjólaflota lögreglunnar í 22 hjól. Leiðtogafundurinn mun fara fram í Hörpu og munu gestir dvelja á hótelum í nágrenninu
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira