Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. janúar 2023 13:16 Vél Icelandair. vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira