Nýjasta trendið er draugur fortíðar Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2023 12:00 Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Alþingi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar