Um óhappatilvik að ræða Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. janúar 2023 20:03 Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis, segir alltof algengt að fólk leiti ekki réttar síns þegar það lendir í tjóni. samsett „Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Tilefni viðtalsins var frétt sem birtist á Vísi í gær. Rætt var við par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Það getur verið að þarna sé um að ræða það sem við köllum í lögfræðinni óhappatilvik. Þannig að það ber enginn ábyrgð á tjóninu,“ segir Óðinn. „Sá sem telur þriðja aðila ber á byrgð á tjóni sínu, honum ber að sanna það. Þau voru að nefna að þetta hefði mögulega verið snjóruðningstæki, bifreið sem hefði farið þarna yfir og kastað þessu á bílinn þeirra. Ef það lægi fyrir að svo væri þá er það notkun bifreiðar, þannig að það er ábyrgðartrygging bifreiðar sem myndi bæta tjónið.“ Aðspurður um ábyrgð bendir Óðinn á svokallað athafnaleysi. „Við þekkjum öll þessa djúpu holur sem getur komið i malbik, það er kannski ágætt að taka það sem dæmi. Ef menn aka bifreiðum ofan í slíkar holur þá getur orðið stórtjón á dekkjum og hjólabúnaði og öðru slíku. Þá er almennt talið að það beri enginn ábyrgð á tjóninu en ef veghaldari er kominn með vitneskju um holuna þá ber honum að annaðhvort merkja eða laga holuna og ef veghaldari gerir ekki svo þá er komið það sem við köllum athafnaleysi og þá getur hann borið ábyrgð á tjóninu.“ Á öðrum stað segir Óðinn: „Ef veghaldaranum er ekki kunnugt um hættuna þá er ólíklegt að það verði felld skaðabótaábyrgð á hann vegna tjónsins. Það er ekki bein eftirlitsskylda en það er athafnaskylda ef þú veist af hættunni, þá þarftu að koma í veg fyrir hana, og þá ber veghaldara að gera það.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Alltof oft sem fólk leiti ekki réttar síns Hvað varðar mál unga parsins bendir Óðinn á að lögboðnar tryggingar eru á ökutækjum. „Það eru lögboðnar tryggingar á ökutækjum, þannig að hefði ökumaðurinn slasast þá ætti hann rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns og eigenda og farþeginn úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.“ Óðinn hvetur fólk til að leita lögmanna ef það hefur orðið fyrir tjóni og vill kanna rétt sinn. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað Íslendingar eru skilvísir iðgjaldagreiðendur en alltof oft leitar fólk ekki réttar síns. Vegna þess að það eru ákveðin tímamörk, það er ársfrestur til að tilkynna um tjónið, annars geta menn fyrirgert bótarétti sínum. Þannig að þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að kanna rétt sinn, það kostar ekkert og ef það er ekkert þá látum við fólk vita af því að það er ekkert frekar aðhafst. En oftar en ekki er bótaréttur fyrir hendi.“ Margir óttast háan málskostnað Hann segir að óhappatilvik séu því miður frekar algeng. „Það er svo margt sem getur gerst án þess að þriðji aðili beri ábyrgð á því. Þú getur verið að keyra einhvers staðar og þá kemur grjót veltandi og lendir á bílnum þínum. Þá er það óhappatilvik.“ Myndir þú segja að það væri fólk þarna úti sem ætti rétt á fjárhæðum? „Ég bara fullyrði að svo er, já.“ Óðinn svarar játandi þegar hann er spurður um hvort margir veigri sér við að leita réttar síns af ótta við háan málskostnað. „Klárlega er það þannig. Ímynd okkar lögfræðinga er þannig að við séum gírugir og rukkum mikið og oft er náttúrulega vinna að baki.“ Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Tilefni viðtalsins var frétt sem birtist á Vísi í gær. Rætt var við par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Það getur verið að þarna sé um að ræða það sem við köllum í lögfræðinni óhappatilvik. Þannig að það ber enginn ábyrgð á tjóninu,“ segir Óðinn. „Sá sem telur þriðja aðila ber á byrgð á tjóni sínu, honum ber að sanna það. Þau voru að nefna að þetta hefði mögulega verið snjóruðningstæki, bifreið sem hefði farið þarna yfir og kastað þessu á bílinn þeirra. Ef það lægi fyrir að svo væri þá er það notkun bifreiðar, þannig að það er ábyrgðartrygging bifreiðar sem myndi bæta tjónið.“ Aðspurður um ábyrgð bendir Óðinn á svokallað athafnaleysi. „Við þekkjum öll þessa djúpu holur sem getur komið i malbik, það er kannski ágætt að taka það sem dæmi. Ef menn aka bifreiðum ofan í slíkar holur þá getur orðið stórtjón á dekkjum og hjólabúnaði og öðru slíku. Þá er almennt talið að það beri enginn ábyrgð á tjóninu en ef veghaldari er kominn með vitneskju um holuna þá ber honum að annaðhvort merkja eða laga holuna og ef veghaldari gerir ekki svo þá er komið það sem við köllum athafnaleysi og þá getur hann borið ábyrgð á tjóninu.“ Á öðrum stað segir Óðinn: „Ef veghaldaranum er ekki kunnugt um hættuna þá er ólíklegt að það verði felld skaðabótaábyrgð á hann vegna tjónsins. Það er ekki bein eftirlitsskylda en það er athafnaskylda ef þú veist af hættunni, þá þarftu að koma í veg fyrir hana, og þá ber veghaldara að gera það.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Alltof oft sem fólk leiti ekki réttar síns Hvað varðar mál unga parsins bendir Óðinn á að lögboðnar tryggingar eru á ökutækjum. „Það eru lögboðnar tryggingar á ökutækjum, þannig að hefði ökumaðurinn slasast þá ætti hann rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns og eigenda og farþeginn úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.“ Óðinn hvetur fólk til að leita lögmanna ef það hefur orðið fyrir tjóni og vill kanna rétt sinn. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað Íslendingar eru skilvísir iðgjaldagreiðendur en alltof oft leitar fólk ekki réttar síns. Vegna þess að það eru ákveðin tímamörk, það er ársfrestur til að tilkynna um tjónið, annars geta menn fyrirgert bótarétti sínum. Þannig að þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að kanna rétt sinn, það kostar ekkert og ef það er ekkert þá látum við fólk vita af því að það er ekkert frekar aðhafst. En oftar en ekki er bótaréttur fyrir hendi.“ Margir óttast háan málskostnað Hann segir að óhappatilvik séu því miður frekar algeng. „Það er svo margt sem getur gerst án þess að þriðji aðili beri ábyrgð á því. Þú getur verið að keyra einhvers staðar og þá kemur grjót veltandi og lendir á bílnum þínum. Þá er það óhappatilvik.“ Myndir þú segja að það væri fólk þarna úti sem ætti rétt á fjárhæðum? „Ég bara fullyrði að svo er, já.“ Óðinn svarar játandi þegar hann er spurður um hvort margir veigri sér við að leita réttar síns af ótta við háan málskostnað. „Klárlega er það þannig. Ímynd okkar lögfræðinga er þannig að við séum gírugir og rukkum mikið og oft er náttúrulega vinna að baki.“
Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00