Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 18:10 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26
Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20