Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 11:01 Öll brot mannsins sem hann var ákærður fyrir voru framin í október 2020. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Árborg Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Árborg Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira