Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Samúel Karl Ólason, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. janúar 2023 15:37 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Vogar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira