„Ekki stærsti klúbburinn en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 10:30 Halldór Jóhann tekur við Nordsjælland í sumar. vísir/bára Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðalþjálfara hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Halldór klárar tímabilið sem aðstoðarþjálfari Holsterbro áður fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Atlason tekur við sem aðalþjálfari þar. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“ Danski handboltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“
Danski handboltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira