Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 15:00 Zinedine Zidane kann að vera á leið til Brasilíu. Getty/David S. Bustamante Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum. Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira