Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 15:00 Zinedine Zidane kann að vera á leið til Brasilíu. Getty/David S. Bustamante Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum. Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira