Innrás er orð síðasta árs hjá Árnastofnun Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 19:12 Innrás Rússa í Úkraínu virðist hafa litað málnotkun Íslendinga á árinu sem leið. AP Innrás er orð ársins 2022 hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesendur Rúv völdu þriðju vaktina hins vegar orð ársins. Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu. Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira