Innrás er orð síðasta árs hjá Árnastofnun Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 19:12 Innrás Rússa í Úkraínu virðist hafa litað málnotkun Íslendinga á árinu sem leið. AP Innrás er orð ársins 2022 hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesendur Rúv völdu þriðju vaktina hins vegar orð ársins. Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu. Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira