Taldi sig vera að flytja peninga í töskum sem reyndust fullar af kókaíni Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 17:35 Konan og ungi maðurinn komu til Seyðisfjarðar með Norrænu um miðjan septembermánuð. Vísir/Jóhann K. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega tveimur kílóum af kókaíni og um sjötíu grömmum af metamfetamíni í ferð sinni með Norrænu til Íslands í september síðastliðinn. Í dómnum kemur fram að efnin hafi verið falin í farangurstöskum með fölskum botni. Ungur maður, sem einnig var ákærður var í málinu og kom til landsins með konunni, var sýknaður af ákæru. Fram kemur að konan og maðurinn, sem er ungur að árum, hafi ferðast með Norrænu frá Hirtshals í Danmörku og komið til Seyðisfjarðar þann 13. september. Við komuna til landsins fundust fíkniefnin í tveimur pakkningum í töskunum við tollskoðun eftir gegnumlýsingu þar sem sást að falskir botnar voru í töskunum. Þau voru í kjölfarið handtekin og þeim gert að sæta gæsluvarðhaldi og farbanni. Sama dag og fólkið var handtekið athugaði lögregla með mögulegar mannaferðir á tilteknum stöðum á Seyðisfirði og Egilsstöðum, án þess að nokkuð markvert kæmi fram við þá athugun. Átti að fá greiddar þrjú þúsund evrur Í dómnum kemur fram að konan hafi flutt til Hollands síðasta sumar og komist í kynni í fólk sem bauð henni að flytja ferðatöskur til Íslands gegn greiðslu. Sagðist konan halda að hún væri að flytja 100 til 200 þúsund evrur í töskunum en ekki vitað nákvæmlega hver upphæðin væri. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði fengið upplýsingar um að hún ætti að taka rútu frá Seyðisfirði og að haft yrði samband við hana þegar hún væri komin til landsins. Konan sagðist hafa fengið loforð um að fá greiddar þrjú þúsund evrur fyrir verkið, um 460 þúsund krónur, og þá kemur fram að hún hafi fyrir ferðina fengið upplýsingar um að hún ætti svo að flytja átta þúsund evrur til baka frá Íslandi til Hollands. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi og til að greiða rúmlega þrjár milljónir króna til skipaðs verjanda og í annan sakarkostnað. Ungi maðurinn sem ákærður var í málinu var sýknaður.Vísir/Vilhelm Ungi maðurinn sýknaður Dómari mat það sem svo að maðurinn sem var ákærður í málinu hafi í óverulegum mæli komið að viðtöku taskanna í Hollandi áður en farið var í ferðalagið. Kemur fram að hann hafi verið fenginn í ferðina þar sem hann hafi verið enskumælandi, en konan ekki. Í almennu tilliti verði tæplega lagt á svo gamlan mann að taka sjálfstæða ákvörðun um að flytja torkennilegan farangur á milli landa í fylgd með öðrum eða hafna boði um ókeypis ferðalag til annars lands, auk þess að fá greitt fyrir að fara í slíka ferð. Sömuleiðis lá fyrir að hann hafi viðrað áhyggjur af af innihaldi taskanna. Mat dómari það sem svo að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa fram haldbær rök fyrir því að hann hafi haft nokkra raunhæfa leið til að aðhafast með öðrum hætti en hann gerði. Þá verður hvorki séð að hann hafi veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í innflutningi fíkniefna til landsins né haft ásetning til verksins. Því hann verið sýknaður af ákæru. Greiðslur til skipaðs verjanda mannsins skulu greidd úr ríkissjóði, tæplega tvær milljónir króna. Norræna Dómsmál Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í dómnum kemur fram að efnin hafi verið falin í farangurstöskum með fölskum botni. Ungur maður, sem einnig var ákærður var í málinu og kom til landsins með konunni, var sýknaður af ákæru. Fram kemur að konan og maðurinn, sem er ungur að árum, hafi ferðast með Norrænu frá Hirtshals í Danmörku og komið til Seyðisfjarðar þann 13. september. Við komuna til landsins fundust fíkniefnin í tveimur pakkningum í töskunum við tollskoðun eftir gegnumlýsingu þar sem sást að falskir botnar voru í töskunum. Þau voru í kjölfarið handtekin og þeim gert að sæta gæsluvarðhaldi og farbanni. Sama dag og fólkið var handtekið athugaði lögregla með mögulegar mannaferðir á tilteknum stöðum á Seyðisfirði og Egilsstöðum, án þess að nokkuð markvert kæmi fram við þá athugun. Átti að fá greiddar þrjú þúsund evrur Í dómnum kemur fram að konan hafi flutt til Hollands síðasta sumar og komist í kynni í fólk sem bauð henni að flytja ferðatöskur til Íslands gegn greiðslu. Sagðist konan halda að hún væri að flytja 100 til 200 þúsund evrur í töskunum en ekki vitað nákvæmlega hver upphæðin væri. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði fengið upplýsingar um að hún ætti að taka rútu frá Seyðisfirði og að haft yrði samband við hana þegar hún væri komin til landsins. Konan sagðist hafa fengið loforð um að fá greiddar þrjú þúsund evrur fyrir verkið, um 460 þúsund krónur, og þá kemur fram að hún hafi fyrir ferðina fengið upplýsingar um að hún ætti svo að flytja átta þúsund evrur til baka frá Íslandi til Hollands. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi og til að greiða rúmlega þrjár milljónir króna til skipaðs verjanda og í annan sakarkostnað. Ungi maðurinn sem ákærður var í málinu var sýknaður.Vísir/Vilhelm Ungi maðurinn sýknaður Dómari mat það sem svo að maðurinn sem var ákærður í málinu hafi í óverulegum mæli komið að viðtöku taskanna í Hollandi áður en farið var í ferðalagið. Kemur fram að hann hafi verið fenginn í ferðina þar sem hann hafi verið enskumælandi, en konan ekki. Í almennu tilliti verði tæplega lagt á svo gamlan mann að taka sjálfstæða ákvörðun um að flytja torkennilegan farangur á milli landa í fylgd með öðrum eða hafna boði um ókeypis ferðalag til annars lands, auk þess að fá greitt fyrir að fara í slíka ferð. Sömuleiðis lá fyrir að hann hafi viðrað áhyggjur af af innihaldi taskanna. Mat dómari það sem svo að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa fram haldbær rök fyrir því að hann hafi haft nokkra raunhæfa leið til að aðhafast með öðrum hætti en hann gerði. Þá verður hvorki séð að hann hafi veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í innflutningi fíkniefna til landsins né haft ásetning til verksins. Því hann verið sýknaður af ákæru. Greiðslur til skipaðs verjanda mannsins skulu greidd úr ríkissjóði, tæplega tvær milljónir króna.
Norræna Dómsmál Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira