Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk heldur betur að kenna á kórónuveirunni á seinasta stórmóti. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. „Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira