Michael Smith heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:27 Michael Smith er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. James Chance/Getty Images Englendingurinn Michael Smith tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í pílukasti í kvöld er hann vann nokkuð öruggan 7-4 sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Pílukast Bretland England Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
Pílukast Bretland England Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira