Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 13:01 Runólfur Ágústsson ritstýrði skýrslu frá 2014 þar sem lagt var mat á hagkvæmni hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58