Á siðferði heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 3. janúar 2023 11:31 „Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun