Gleðilegt Evrópuár! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 07:00 Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun