Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 21:53 Hjónin eru kampakát með kaupin. Facebook/Blómaborg Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. „Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18. Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
„Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18.
Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira