Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 16:42 Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“ Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“
Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06