Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 16:42 Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“ Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“
Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06