Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2022 08:00 Jóhann Páll Jóhannsson og Anna Bergljót Gunnarsdóttir í bíl sínum sem er að gerðinni Honda Jazz. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf kominn á miðjan aldur er gleðileg. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu. Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“ Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“
Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira