„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. desember 2022 15:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“ Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“
Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira