Enrique hættir með Spánverja Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 12:00 Enrique segir adios. Denis Doyle/Getty Images Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar. Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar. HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar.
HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01
Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01