Á þriðja þúsund biðla til borgaryfirvalda: Siglunes miklu meira en bara siglingakennsla Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 22:23 Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi segir samfélagið í kringum siglingafélagið slegið og hvetur borgaryfirvöld eindregið til að endurskoða ákvörðun um að leggja starfsemina niður. Vísir/Steingrímur Dúi Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, sem á að leggja með öllu niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni. Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina. Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina.
Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08