Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 12:00 Börnin á Grandaborg hafa þurft að þola töluverðar breytingar á starfi vegna mygluvanda. Vísir/Vilhelm Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“ Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“
Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31