Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 22:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, segir ýmislegt í dómi Landsréttar ekki nógu vel rökstutt. Vísir/Sigurjón Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16