Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 11:06 Sölusíðan Tekk/teak húsgögn til sölu er komin með nýtt hlutverk. Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn. Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59
Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent