Rannsaka ásakanir á hendur Kanye West Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 21:14 Kanye West hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Edward Berthelot/GC Images Tískurisinn Adidas rannsakar nú ásakanir á hendur rapparanum og tískuhönnuðinum Kanye West, einnig þekktum sem Ye, sem sakaður er um að hafa skapað „eitrað andrúmsloft“ meðan hann starfaði með fyrirtækinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56