„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 13:01 Stevce Alusovski gerði Vardar Skopje að tvöföldum meisturum áður en hann tók við Þór á Akureyri. EPA/GEORGI LICOVSKI Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira