„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er frábær leikmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hún að verða ein sú besta í Olís deild kvenna í handbolta. Vísir/Diego Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. „Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira