Hvorki harðýðgi né svelti á bænum í Borgarfirði Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:12 Um 150 nautgripir voru fjarlægðir af bæ í Borgarfirði í vikunni. Steinunn Árnadóttir Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun. Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20