„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 19:16 Brynja María Ólafsdóttir er hjá regluvörslu Landsbankans. aðsend/vísir Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“ Netglæpir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“
Netglæpir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira