„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 19:16 Brynja María Ólafsdóttir er hjá regluvörslu Landsbankans. aðsend/vísir Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“ Netglæpir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“
Netglæpir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira