Huga þurfi að sjúkratryggingum þegar ferðast er til Bretlands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 11:05 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. bjarni einarsson Sendiherra Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga til að gera ráðstafanir áður en þeir ferðast þangað. Margt hafi breyst eftir að Brexit gekk í gegn. Meðal annars gilda evrópsku sjúkratryggingaskírteinin yfirleitt ekki lengur þar í landi. Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“ Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira