Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:44 Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó að tilkynningum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýði það ekki endilega aukningu. Hlutfallslega fleiri séu að tilkynninga slík brot en áður. Vísir Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir. Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19