Er barnið mitt gerandi í einelti? Sindri Viborg skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun