Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 11:11 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota. Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38