Innlent

Bein út­sending: Mál­þing um að­lögun að lofts­lags­breytingum

Árni Sæberg skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs.

Málþingið fer fram í Norræna húsinu milli klukkan 14 og 15:30 og fylgjast má með dagskránni í beinu streymi í spilaranum hér að neðan:

Auk umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verða þau Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, Páll Valdimar Kolka Jónsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Vegagerðinni, og Elín Þórólfsdóttir, teymisstjóri starfsumhverfis mannvirkjagerðar hjá HMS, með erindi og að þeim loknum fara fram pallborðsumræður.

„Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki með beinum og óbeinum hætti, meðal annars vegna hlýnandi loftslags, breytinga í úrkomumynstri og aukinna veðuröfga. Markmið aðlögunaráætlunarinnar er að draga úr loftslagstengdri áhættu til lengri og skemmri tíma, með því að auka seiglu samfélags og vistkerfa. Er í þessari áætlun lögð áhersla á vöktun, viðbrögð og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru, samfélag og innviði til að ná utan um afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir í fréttatilkynningu um málþingið.

Áætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum er að finna á CO2.is vef stjórnvalda um loftslagsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×