Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2022 13:05 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, hringdu bjöllunni í Kauphöllinni í morgun. Aðsend Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. Í tilkynningu frá Nasdaq segir að hlutabréf Amaroq Minerals séu fyrir skráð í TXS Venture kauphöllinni í Kanada og á AIM markaðnum í London. Félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og er sæe sextugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði sem nær yfir 7.866,85 ferkílómetra, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins verða höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda Amaroq Minerals, að það sé mikill heiður að fá félagið skráð á Nasdaq First North á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með frábærar viðtökur í fjármögnuninni sem lauk í undanfara skráningarinnar, þar sem bæði íslenskir og erlendir fjárfestar tóku þátt þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna um borð. Þessi skráning gegnir mikilvægu hlutverki í næsta áfanga uppbyggingar okkar á Grænlandi og mun sýnileiki félagsins á Íslandi verða til þess að styrkja tengsl Íslands og Grænlands,“ segir Eldur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, Nasdaq Iceland, að það sé Nasdaq mikil ánægja að bjóða Amaroq Minerals velkomið á Nasdaq First North Growth Market Iceland „Skráning Amaroq markar fyrstu skráningu auðlindafélags á Íslandi sem skapar meiri fjölbreytni á markaðnum og gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í nýjum og áhugaverðum geira. Við hlökkum til að fylgjast með vaxtarferli Amaroq og erum ánægð með að geta stuðlað að þeim aukna sýnileika og vitund fjárfesta sem fylgir þessari skráningu.“ Kauphöllin Amaroq Minerals Námuvinnsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Í tilkynningu frá Nasdaq segir að hlutabréf Amaroq Minerals séu fyrir skráð í TXS Venture kauphöllinni í Kanada og á AIM markaðnum í London. Félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og er sæe sextugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði sem nær yfir 7.866,85 ferkílómetra, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins verða höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda Amaroq Minerals, að það sé mikill heiður að fá félagið skráð á Nasdaq First North á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með frábærar viðtökur í fjármögnuninni sem lauk í undanfara skráningarinnar, þar sem bæði íslenskir og erlendir fjárfestar tóku þátt þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna um borð. Þessi skráning gegnir mikilvægu hlutverki í næsta áfanga uppbyggingar okkar á Grænlandi og mun sýnileiki félagsins á Íslandi verða til þess að styrkja tengsl Íslands og Grænlands,“ segir Eldur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, Nasdaq Iceland, að það sé Nasdaq mikil ánægja að bjóða Amaroq Minerals velkomið á Nasdaq First North Growth Market Iceland „Skráning Amaroq markar fyrstu skráningu auðlindafélags á Íslandi sem skapar meiri fjölbreytni á markaðnum og gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í nýjum og áhugaverðum geira. Við hlökkum til að fylgjast með vaxtarferli Amaroq og erum ánægð með að geta stuðlað að þeim aukna sýnileika og vitund fjárfesta sem fylgir þessari skráningu.“
Kauphöllin Amaroq Minerals Námuvinnsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira