Jarðvarminn: Mikilvægasta auðlind Íslands Hera Grímsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 11:00 Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun