Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2022 12:23 Baldur Þórhallsson segir að flest benda til þess að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Breta. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira