„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:31 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val unnu allt sem hægt var að vinna á Íslandi á síðustu leiktíð og skráðu sig svo í Evrópudeildina, næststerkustu Evrópukeppnina í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira