Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson skrifar 22. október 2022 15:01 Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun