Stöndum saman um líffræðilega fjölbreytni Skúli Skúlason skrifar 18. október 2022 10:32 Heilbrigð vistkerfi á landi, í ferskvatni og sjó eru undirstaða alls lífs á jörðinni og fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Án fjölbreytni eru engir valkostir þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum og jafnvel ógnum eins og hlýnandi loftslagi. En heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli umhverfisvá af mannavöldum. Vandinn lýsir sér hvað helst í hnignun og jafnvel hruni líffræðilegar fjölbreytni, sem stafar af loftslagsbreytingum og víðtækri röskun búsvæða, vistkerfa og samfélaga lífvera sem þar lifa. Í huga margra snýst líffræðileg fjölbreytni aðeins um tegundir. Tegundaauðgi er vissulega hluti fjölbreytninnar, en það er mikil einföldun á hugtakinu og afar villandi að einblína aðeins á þann þátt. Samkvæmt skilgreiningu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) nær hugtakið til fjölbreytni innan tegunda, milli tegunda og meðal vistkerfanna sem þær eru hluti af á láði og legi. Sameinuðu þjóðirnar hafa um árabil lagt fram stefnu um viðbrögð við röskun vistkerfa og hruni líffræðilegrar fjölbreytni. Árið 2010 settu þær fram svokölluð Aichi-markmið um átak til verndar líffræðilegri fjölbreytni til ársins 2020[1]. Einungis lítill hluti þessara markmiða náðist og vandinn hefur stóraukist. Nú liggja fyrir ný drög að markmiðum fram til 2030 og sýn til 2050[ii]. Málflutningur Sameinuðu þjóðanna er í senn beinskeyttur og kraftmikill og felst í því að í stað þess að umbylta (transform) náttúrunni til ímyndaðra hagsbóta þurfi mannkynið að umbylta tengslum sínum og viðhorfum til náttúrunnar og lifa í sátt og samlyndi við hana. Þetta er þungamiðjan í skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2021 og titill hennar segir það sem segja þarf: Semjum frið við náttúruna[iii]. Kallað er eftir víðtækri hugarfarsbreytingu, með tilheyrandi samfélagslegum átaksverkefnum, ekki síst um stefnu stjórnvalda, stóraukna fræðslu og þekkingaröflun. Þessi ígrunduðu skilaboð ættu að vera hvatning fyrir þá einstaklinga, samfélög og þjóðir sem vilja breyta gangi mála og stuðla að heilbrigði vistkerfa og um leið bregðast við umhverfisvánni sem við blasir. Hér er staða þjóða vissulega ójöfn og áskorunin víðtæk og flókin. Ísland er virkur þátttakandi í þessu mikilvæga ferli Sameinuðu þjóðanna og aðkoma okkar getur skipt verulegu máli. Þannig ber að fagna að nú er komin í samráðsgátt stjórnvalda Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa[iv], sem er nauðsynlegur grunnur fyrir stefnumótun um þetta mikilvæga mál og styður aðkomu Íslands að vinnu Sameinuðu þjóðanna við ný markmið um líffræðilega fjölbreytni. Hér þarf víðtækt samráð og samstarf þeirra sem láta sig málið varða. Ábyrgð okkar er mikil. En í hverju felst mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni hérlendis og af hverju má fullyrða að framlag okkar á alþjóðavettvangi geti skipt umtalsverðu máli? Svarið felst annars vegar í sérstöðu íslenskrar náttúru og hins vegar í tækifærum sem liggja í samfélagi okkar. Lítum fyrst á náttúruna. Náttúra Íslands er afar sérstök og mótast ekki síst af því að landið er eyja fjarri meginlöndum og að einungis eru um 10.000 ár síðan ísfarg síðasta jökulskeiðs hörfaði. Af þeim sökum hafa hlutfallslega fáar tegundir numið hér land og samfélög lífvera eru í senn einföld, kvik og sérstök. Samhliða þessu eru aðstæður fyrir lífríkið mjög fjölbreyttar, sem stafar ekki síst af sérstæðri jarðfræði, eldvirkni og landreki. Ólíkir hafstraumar ásamt samspili landslags, jökla og vatns skapa einstakar vistfræðilegar aðstæður. Lítil samkeppni milli tegunda um þessi fjölbreyttu búsvæði hefur valdið hraðri þróun stofna og afbrigða innan tegunda, og enn fremur hafa byggst hér upp stórir stofnar, ekki síst ákveðinna tegunda fugla og fiska. Hér er með öðrum orðum mjög mikil fjölbreytni innan tegunda. Það er ekki að ástæðulausu sem kalla má Ísland Galapagos norðursins, en það var einmitt á Galapagos eyjum sem Darwin sótti mikilvægan efnivið til þess að móta þróunarkenninguna. Þó að óvarkár umgengni okkar hér á landi hafi vissulega haft neikvæð áhrif á of mörg vistkerfi getum við enn státað af mörgum dæmum um lítt röskuð vistkerfi, sem vegna framangreindrar sérstöðu lífríkisins eru til að mynda ómetanlegt rannsóknarefni til að skilja betur getu vistkerfa til að bregðast við loftslagsbreytingum, svo viðeigandi dæmi sé tekið. Aðgangur að slíkum verðmætum fer hratt þverrandi í heiminum. Í stuttu máli felur sérstæð líffræðileg fjölbreytni Íslands í sér stórkostleg verðmæti sem okkur ber að virða og umgangast með varkárni og í samræmi við alþjóðlega ábyrgð og skuldbindingar. Hinn mikli áhugi ferðamanna á villtri náttúru landsins, sem felur í sér um 43% af víðernum Evrópu[v], er í raun óbein staðfesting á gildi hennar. Þá komum við að tækifærum samfélagsins. Í hverju felast þau og hvað ber að gera? Í mörgum málum þarf sannarlega að taka til hendinni. Verkefnið þarf að nálgast af krafti í umbyltingaranda tillagna Sameinuðu þjóðanna, en jafnframt af auðmýkt gagnvart náttúrunni sem við erum jú hluti af. Grænbókin leggur mikilvægan grunn að þessu. Stóraukin samfélagsleg umræða og nýleg dæmi um umhverfisverkefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga eru einnig hvetjandi. Ísland er lítið en auðugt lýðræðisríki og státar af sívaxandi fjölmenningu. Boðleiðir milli stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og almennings eru stuttar og greiðar. Hér er viðamikið menntakerfi sem ásamt sögu og menningu þjóðarinnar er samofið annarri náttúru landsins. Allt þetta skapar einstaklega gott tækifæri til að innleiða þær breytingar á tengslum og viðhorfum til náttúrunnar sem Sameinuðu þjóðirnar boða sem einu færu leiðina í glímu okkar við umhverfisvána, og jafnframt standa kröftuglega að auknum rannsóknum, menntun og stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni. Þetta gæti orðið eftirtektarvert framlag sem aðrar þjóðir gætu lært af og um leið væri stuðlað að sjálfbæru íslensku samfélagi. Hér eru örfá dæmi um verkefni sem blasa við: 1) samræma betur málefni líffræðilegrar fjölbreytni og stefnu og aðgerðir í loftslagsmálum; 2) innleiða enn frekar náttúrumiðar lausnir í endurheimt vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, í þéttbýli, dreifbýli og hinni villtu náttúru; 3) vanda enn frekar til verka við áætlanagerð og framkvæmdir í náttúrunni, og byggja ætíð á þekkingu og rökum sem standast faglega skoðun í hvívetna; og 4) stórefla þekkingargrunn á náttúrunni með rannsóknum, vöktun og hvers kyns fræðslu til að hægt sé að vinna trúverðuga samræmda stefnu um verndun, nýtingu auðlinda og framkvæmdir. Umfram allt annað þurfum við að bretta upp ermarnar, standa saman og sameina krafta okkar, reynslu og þekkingu. Í þessu skyni hefur verið settur á fót samstarfsvettvangur – BIODICE - um eflingu vitundar og skilnings á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi, með þátttöku, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Á vefsíðu samstarfsvettvangsins (biodice.is) er lýst sérstöðu íslenskrar náttúru og útskýrðar leiðir sem lagðar eru til varðandi rannsóknir, fræðslu, stefnumótun og eflingu innviða. Þannig getur Ísland sannarlega tekið kröftuglega á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og um leið verið sú alþjóðlega fyrirmynd sem sérstæð náttúra í samspili við menningarleg tækifæri samfélagsins gefur skýrt tilefni til. Tökum höndum saman, það er verk að vinna fyrir framtíð jarðar! Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands. Heimildir: [i] Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. CBD. Strategic Plan for Biodiversity 2011-2020, Including Aichi Biodiversity Targets https://www.cbd. int/sp/ [ii] https://www.unep.org/resources/publication/1st-draft-post-2020-global-biodiversity-framework [iii] United Nations Environment Programme. Making Peace With Nature: A Scientific Blueprint to Tackle the Climate, Biodiversity, and Pollution Emergences; Nairobi, 2021 [iv] https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3293&fbclid=IwAR20yQy8NPW_wpJCAeFwQr9gwaNOOPm3KX3h02WmcgMdBWoQUCHwK0DG7JI [v] Wilderness Register and Indicator for Europe (2013) https://ec.europa.eu/environment/nature/natura2000/wilderness/pdf/Wilderness_register_indicator.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dýr Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigð vistkerfi á landi, í ferskvatni og sjó eru undirstaða alls lífs á jörðinni og fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Án fjölbreytni eru engir valkostir þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum og jafnvel ógnum eins og hlýnandi loftslagi. En heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli umhverfisvá af mannavöldum. Vandinn lýsir sér hvað helst í hnignun og jafnvel hruni líffræðilegar fjölbreytni, sem stafar af loftslagsbreytingum og víðtækri röskun búsvæða, vistkerfa og samfélaga lífvera sem þar lifa. Í huga margra snýst líffræðileg fjölbreytni aðeins um tegundir. Tegundaauðgi er vissulega hluti fjölbreytninnar, en það er mikil einföldun á hugtakinu og afar villandi að einblína aðeins á þann þátt. Samkvæmt skilgreiningu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) nær hugtakið til fjölbreytni innan tegunda, milli tegunda og meðal vistkerfanna sem þær eru hluti af á láði og legi. Sameinuðu þjóðirnar hafa um árabil lagt fram stefnu um viðbrögð við röskun vistkerfa og hruni líffræðilegrar fjölbreytni. Árið 2010 settu þær fram svokölluð Aichi-markmið um átak til verndar líffræðilegri fjölbreytni til ársins 2020[1]. Einungis lítill hluti þessara markmiða náðist og vandinn hefur stóraukist. Nú liggja fyrir ný drög að markmiðum fram til 2030 og sýn til 2050[ii]. Málflutningur Sameinuðu þjóðanna er í senn beinskeyttur og kraftmikill og felst í því að í stað þess að umbylta (transform) náttúrunni til ímyndaðra hagsbóta þurfi mannkynið að umbylta tengslum sínum og viðhorfum til náttúrunnar og lifa í sátt og samlyndi við hana. Þetta er þungamiðjan í skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2021 og titill hennar segir það sem segja þarf: Semjum frið við náttúruna[iii]. Kallað er eftir víðtækri hugarfarsbreytingu, með tilheyrandi samfélagslegum átaksverkefnum, ekki síst um stefnu stjórnvalda, stóraukna fræðslu og þekkingaröflun. Þessi ígrunduðu skilaboð ættu að vera hvatning fyrir þá einstaklinga, samfélög og þjóðir sem vilja breyta gangi mála og stuðla að heilbrigði vistkerfa og um leið bregðast við umhverfisvánni sem við blasir. Hér er staða þjóða vissulega ójöfn og áskorunin víðtæk og flókin. Ísland er virkur þátttakandi í þessu mikilvæga ferli Sameinuðu þjóðanna og aðkoma okkar getur skipt verulegu máli. Þannig ber að fagna að nú er komin í samráðsgátt stjórnvalda Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa[iv], sem er nauðsynlegur grunnur fyrir stefnumótun um þetta mikilvæga mál og styður aðkomu Íslands að vinnu Sameinuðu þjóðanna við ný markmið um líffræðilega fjölbreytni. Hér þarf víðtækt samráð og samstarf þeirra sem láta sig málið varða. Ábyrgð okkar er mikil. En í hverju felst mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni hérlendis og af hverju má fullyrða að framlag okkar á alþjóðavettvangi geti skipt umtalsverðu máli? Svarið felst annars vegar í sérstöðu íslenskrar náttúru og hins vegar í tækifærum sem liggja í samfélagi okkar. Lítum fyrst á náttúruna. Náttúra Íslands er afar sérstök og mótast ekki síst af því að landið er eyja fjarri meginlöndum og að einungis eru um 10.000 ár síðan ísfarg síðasta jökulskeiðs hörfaði. Af þeim sökum hafa hlutfallslega fáar tegundir numið hér land og samfélög lífvera eru í senn einföld, kvik og sérstök. Samhliða þessu eru aðstæður fyrir lífríkið mjög fjölbreyttar, sem stafar ekki síst af sérstæðri jarðfræði, eldvirkni og landreki. Ólíkir hafstraumar ásamt samspili landslags, jökla og vatns skapa einstakar vistfræðilegar aðstæður. Lítil samkeppni milli tegunda um þessi fjölbreyttu búsvæði hefur valdið hraðri þróun stofna og afbrigða innan tegunda, og enn fremur hafa byggst hér upp stórir stofnar, ekki síst ákveðinna tegunda fugla og fiska. Hér er með öðrum orðum mjög mikil fjölbreytni innan tegunda. Það er ekki að ástæðulausu sem kalla má Ísland Galapagos norðursins, en það var einmitt á Galapagos eyjum sem Darwin sótti mikilvægan efnivið til þess að móta þróunarkenninguna. Þó að óvarkár umgengni okkar hér á landi hafi vissulega haft neikvæð áhrif á of mörg vistkerfi getum við enn státað af mörgum dæmum um lítt röskuð vistkerfi, sem vegna framangreindrar sérstöðu lífríkisins eru til að mynda ómetanlegt rannsóknarefni til að skilja betur getu vistkerfa til að bregðast við loftslagsbreytingum, svo viðeigandi dæmi sé tekið. Aðgangur að slíkum verðmætum fer hratt þverrandi í heiminum. Í stuttu máli felur sérstæð líffræðileg fjölbreytni Íslands í sér stórkostleg verðmæti sem okkur ber að virða og umgangast með varkárni og í samræmi við alþjóðlega ábyrgð og skuldbindingar. Hinn mikli áhugi ferðamanna á villtri náttúru landsins, sem felur í sér um 43% af víðernum Evrópu[v], er í raun óbein staðfesting á gildi hennar. Þá komum við að tækifærum samfélagsins. Í hverju felast þau og hvað ber að gera? Í mörgum málum þarf sannarlega að taka til hendinni. Verkefnið þarf að nálgast af krafti í umbyltingaranda tillagna Sameinuðu þjóðanna, en jafnframt af auðmýkt gagnvart náttúrunni sem við erum jú hluti af. Grænbókin leggur mikilvægan grunn að þessu. Stóraukin samfélagsleg umræða og nýleg dæmi um umhverfisverkefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga eru einnig hvetjandi. Ísland er lítið en auðugt lýðræðisríki og státar af sívaxandi fjölmenningu. Boðleiðir milli stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og almennings eru stuttar og greiðar. Hér er viðamikið menntakerfi sem ásamt sögu og menningu þjóðarinnar er samofið annarri náttúru landsins. Allt þetta skapar einstaklega gott tækifæri til að innleiða þær breytingar á tengslum og viðhorfum til náttúrunnar sem Sameinuðu þjóðirnar boða sem einu færu leiðina í glímu okkar við umhverfisvána, og jafnframt standa kröftuglega að auknum rannsóknum, menntun og stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni. Þetta gæti orðið eftirtektarvert framlag sem aðrar þjóðir gætu lært af og um leið væri stuðlað að sjálfbæru íslensku samfélagi. Hér eru örfá dæmi um verkefni sem blasa við: 1) samræma betur málefni líffræðilegrar fjölbreytni og stefnu og aðgerðir í loftslagsmálum; 2) innleiða enn frekar náttúrumiðar lausnir í endurheimt vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, í þéttbýli, dreifbýli og hinni villtu náttúru; 3) vanda enn frekar til verka við áætlanagerð og framkvæmdir í náttúrunni, og byggja ætíð á þekkingu og rökum sem standast faglega skoðun í hvívetna; og 4) stórefla þekkingargrunn á náttúrunni með rannsóknum, vöktun og hvers kyns fræðslu til að hægt sé að vinna trúverðuga samræmda stefnu um verndun, nýtingu auðlinda og framkvæmdir. Umfram allt annað þurfum við að bretta upp ermarnar, standa saman og sameina krafta okkar, reynslu og þekkingu. Í þessu skyni hefur verið settur á fót samstarfsvettvangur – BIODICE - um eflingu vitundar og skilnings á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi, með þátttöku, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Á vefsíðu samstarfsvettvangsins (biodice.is) er lýst sérstöðu íslenskrar náttúru og útskýrðar leiðir sem lagðar eru til varðandi rannsóknir, fræðslu, stefnumótun og eflingu innviða. Þannig getur Ísland sannarlega tekið kröftuglega á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og um leið verið sú alþjóðlega fyrirmynd sem sérstæð náttúra í samspili við menningarleg tækifæri samfélagsins gefur skýrt tilefni til. Tökum höndum saman, það er verk að vinna fyrir framtíð jarðar! Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands. Heimildir: [i] Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. CBD. Strategic Plan for Biodiversity 2011-2020, Including Aichi Biodiversity Targets https://www.cbd. int/sp/ [ii] https://www.unep.org/resources/publication/1st-draft-post-2020-global-biodiversity-framework [iii] United Nations Environment Programme. Making Peace With Nature: A Scientific Blueprint to Tackle the Climate, Biodiversity, and Pollution Emergences; Nairobi, 2021 [iv] https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3293&fbclid=IwAR20yQy8NPW_wpJCAeFwQr9gwaNOOPm3KX3h02WmcgMdBWoQUCHwK0DG7JI [v] Wilderness Register and Indicator for Europe (2013) https://ec.europa.eu/environment/nature/natura2000/wilderness/pdf/Wilderness_register_indicator.pdf
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar