Til varnar Hálendinu í krafti tóna Tryggvi Felixson skrifar 18. október 2022 09:00 Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar