Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:31 Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun