Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2022 22:00 Lilja Guðmundsdóttir er formaður Samtaka um endómetríósu. steingrímur dúi másson Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“ Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“
Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00