Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2022 14:46 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns. Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns.
Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira