Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 14:04 Karlmenn gráta fyrir utan Kanjuruhan-völlinn í Malang þar sem á annað hundrað manns fórust um síðustu helgi. AP/Dicky Bisinglasi Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið. Indónesía Fótbolti Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira